Nokia 6730 classic - Hlustað á útvarpið

background image

Hlustað á útvarpið

Veldu >

Forrit

>

Útvarp

.

FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa

tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukabúnaður þarf að vera

tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum

hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað

heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn

er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Móttökugæði útvarpsins fara eftir sendistyrk

útvarpsstöðvarinnar á svæðinu.
Hægt er að svara hringingu meðan hlustað er á útvarpið.

Hljóðið er tekið af útvarpinu á meðan símtal fer fram.
Til að hefja stöðvarleit skaltu velja

eða

.

Hafir þú vistað útvarpsstöðvar í tækinu skaltu velja eða

til að opna næstu stöð eða stöðina sem vistuð var síðast.

Veldu

Valkostir

og svo úr eftirfarandi:

Virkja hátalara

— Hlustaðu á útvarpið með hátalaranum.

Handvirk leit

— Breyttu tíðninni handvirkt.

Stöðvaskrá

— Skoða hvaða útvarpsstöðvar þú getur

hlustað á (sérþjónusta).

Vista stöð

— Vista stöðina sem er stillt á í stöðvalistann.

Stöðvar

— Opna lista yfir vistaðar stöðvar.

Spila í bakgrunni

— Fara aftur á heimaskjáinn en hlusta

áfram á útvarpið.

Tónlist

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

28

background image

6. Staðsetning

Um GPS

Hnitin í GPS-tækinu eru gefin upp samkvæmt alþjóðlega

WGS-84 hnitakerfinu. Það er mismunandi eftir svæðum hvort

hnit séu í boði.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af

Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á nákvæmni þess og

viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir

áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru

af Bandaríkjastjórn og kann að breytast í samræmi við stefnu

varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og

alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði

gervihnatta getur einnig haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning,

byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna

að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að

nota GPS-móttakarann utanhúss til að taka á móti GPS-

merkjum.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar

og aldrei ætti að treysta eingöngu á staðsetningargögn frá

GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu eða

leiðsögn.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og

sléttunarvillur eru mögulegar. Nákvæmnin veltur einnig á

móttöku og gæðum GPS-merkja.
Hægt er að kveikja eða slökkva á mismunandi

staðsetningaraðferðum í staðsetningarstillingum.

A-GPS (Assisted GPS)

Tækið styður einnig GPS með leiðsögn (A-GPS).
A-GPS er sérþjónusta.
Assisted GPS (A-GPS) er notað til að fá hjálpargögn með

pakkagagnatengingu og hjálpar við að reikna út hnit

staðsetningar þinnar þegar tækið tekur við merkjum frá

gervitunglum.
Þegar þú kveikir á A-GPS tekur tækið á móti

gervihnattaupplýsingar frá hjálpargagnamiðlara um

farsímakerfið. Tækið getur verið fljótara að ná GPS-

staðsetningu ef hjálpargögn eru notuð.
Tækið er forstillt þannig að það noti Nokia A-GPS þjónustuna,

ef engar sérstakar A-GPS stillingar frá þjónustuveitunni eru í

boði. Hjálpargögnin eru aðeins sótt frá Nokia A-GPS

þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
A-GPS þjónustan er gerð óvirk með því að velja >

Forrit

>

GPS-gögn

og

Valkostir

>

Stillingar

staðsetninga

>

Staðsetningaraðferðir

>

GPS með

stuðningi

>

Slökkva

.

Það verður að vera internetaðgangsstaður í tækinu til að

hægt sé að sækja hjálpargögn frá Nokia A-GPS þjónustunni

um pakkagagnatengingu. Hægt er að tilgreina aðgangsstað

fyrir A-GPS í staðsetningarstillingum. Aðeins er hægt að nota

internetaðgangsstað fyrir pakkagögn. Tækið biður þig um að

velja internetgangsstaðinn í fyrsta skipti sem GPS er notað.