
Um Kort
Með kortaforritinu geturðu séð staðsetningu þína á korti,
skoðað kort fyrir ýmsar borgir og lönd, leitað að stöðum,
skipulagt leiðir milli staða og vistað staðsetningar og sent
þær í samhæf tæki. Hægt er að kaupa leyfi fyrir
umferðarupplýsingar og leiðsagnarþjónustu ef það er tiltækt
í viðkomandi landi.
Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að velja
internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður kortum.
Ef þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem hlaðið hefur
verið niður í tækið er korti af svæðinu sjálfkrafa hlaðið niður
um internetið. Einhver kort kunna að vera til staðar í tækinu
eða á minniskortinu. Einnig er hægt að nota Nokia Map
Loader hugbúnaðinn til að hlaða niður kortum. Til að setja
upp Nokia Map Loader í samhæfri tölvu skaltu fara á
www.nokia.com/maps.
Ábending: Til að spara gagnaflutningsfjöld er einnig
hægt aða nota kortaforritið án internettengingar og
skoða kort sem vistuð eru í tækinu eða á
minniskortinu.
Til athugunar: Niðurhal á kortum getur falið í sér
stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar.
Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá
þjónustuveitum.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að
einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið
hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Umferðar- og leiðsagnarupplýsingar og skyld þjónusta kemur
frá þriðja aðila óháðum Nokia. Upplýsingarnar geta verið
ónákvæmar og ófullkomnar að einhverju marki og gæði
þeirra eru einnig háð framboði. Aldrei skal treysta
einvörðungu á fyrrgreindar upplýsingar og tengdar
þjónustur.
Til að fá leiðbeiningar um hvernig nota á ýmsa eiginleika
Korta velurðu >
Forrit
>
Hjálp
>
Hjálp
og
Kort
, eða
þegar þú notar kort velurðu
Valkostir
>
Stuðningur
>
Hjálp
.