
Skjávísar
GPS-vísirinn
sýnir hvort gervihnattarmerkið er
tiltækt. Eitt strik merkir einn gervihnött. Á meðan tækið leitar
að gervitungli er strikið gult. Þegar tækið móttekur næg gögn
frá gervitunglunum til að koma á GPS-kerfið geti reiknað út
staðsetningu þína verður strikið grænt. Útreikningur á
staðsetningu verður nákvæmari eftir því sem grænu strikin
eru fleiri.
Tækið þarf að fá merki frá a.m.k. fjórum gervihnöttum til að
geta reiknað út staðsetningu þína. Eftir fyrstu útreikninga
ættu merki frá þremur gervihnöttum að nægja.
Gagnaflutningsvísirinn
sýnir
internettenginguna og magn fluttra gagna síðan forritið var
ræst.
Leiðarmerki
Með Leiðarmerkjum er hægt að vista í tækinu upplýsingar um
staðsetningu tiltekinna staða. Hægt er að flokka vistaðar
staðsetningar í nokkra flokka, svo sem viðskipti, og bæta þar
við öðrum upplýsingum, t.d. heimilisföngum. Hægt er að
nota vistuð leiðarmerki í samhæfum forritum, svo sem GPS-
gögnum.
Veldu >
Forrit
>