Nokia 6730 classic - Áfangamælir

background image

Áfangamælir

Veldu >

Forrit

>

GPS-gögn

og

Lengd ferðar

.

Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og

sléttunarvillur eru mögulegar. Nákvæmnin veltur einnig á

móttöku og gæðum GPS-merkja.
Til að kveikja eða slökkva á fjarlægðarútreikningi velurðu

Valkostir

>

Ræsa

eða

Stöðva

. Útreiknuðu gildin eru áfram

á skjánum. Notaðu þessa aðgerð utandyra til að ná betra GPS-

merki.
Veldu

Valkostir

>

Endurstilla

til að núllstilla

fjarlægðarmælingu og tíma sem og meðal- og

hámarkshraða, og hefja nýjan útreikning. Veldu

Endurræsa

til að núllstilla fjarlægðarmælingu og heildartíma

ferðarinnar.

7. Textaritun

Venjulegur innsláttur texta

sést efst til hægri á skjánum þegar þú slærð inn texta

með hefðbundnum hætti.

og

merkja hástafi og lágstafi.

merkir að

fyrsti stafur setningarinnar er ritaður með hástaf og að allir

aðrir stafir eru sjálfkrafa ritaðir með lágstöfum.

merkir

tölustafi.
Til að skrifa texta með takkaborðinu er ýtt endurtekið á takka

2-9 þar til réttur stafur birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi

en þá sem eru prentaðir á hann. Ef næsti stafur er á sama

takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til

bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.

Til að fá fram tölustaf skaltu halda takkanum inni.
Til að skipta á milli há- og lágstafa, og tölustafa, ýtirðu á #.
Ýttu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum

inni til að eyða fleiri en einum staf.
Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu bakktakkanum inni

til að eyða fleiri en einum staf.
Algengustu greinarmerkin fást fram með því að ýta á takkann

1. Ýttu endurtekið á takkann 1 til að fá fram rétt greinarmerki.
Sérstafir eru settir inn með því að ýta á *. Veldu stafinn sem

þú vilt setja inn og ýttu á skruntakkann.