
Um Galleríið
Veldu >
Gallerí
>
Myndir&myndsk.
og svo úr
eftirfarandi:
●
Teknar
— Til að sjá allar myndir og myndskeið sem hafa
verið tekin.
●
Mánuðir
— Skoða myndir og myndskeið flokkuð eftir
mánuði myndatöku eða upptöku.
Gallerí
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
39

●
Albúm
— Skoða sjálfgefin albúm og þau sem þú hefur
búið til.
●
Merki
— Skoða merki sem hafa verið búin til fyrir hvern
hlut.
●
Niðurhal
— Skoða hluti og myndskeið sem hafa verið sótt
af vefnum eða móttekin í margmiðlunarskilaboðum eða
tölvupósti.
●
Samn. á neti
— Senda myndir eða myndskeið á vefinn.
Skrár sem eru vistaðar á samhæfa minniskortinu (ef það er í
tækinu) eru merktar með
.
Til að afrita eða flytja skrár á annan stað í minninu skaltu velja
skrá,
Valkostir
>
Færa og afrita
og svo viðeigandi valkost.
11. Myndavél
Myndataka
Til að kveikja á myndavélinni skaltu halda
myndatökutakkanum niðri. Þegar kveikt er á myndavélinni
er skjárinn sjálfkrafa stilltur á landslagsstöðu.
Taktu mynd með því að nota skjáinn sem myndglugga og ýta
á myndatökutakkann. Tækið vistar myndina í Galleríi.
Mynd er stækkuð eða minnkuð áður en hún er tekin með því
að nota aðdráttartakkana.
Tækjastikan veitir aðgang að flýtivísum fyrir mismunandi
atriði og stillingar áður og eftir að mynd er tekin eða
myndskeið er tekið upp. Veldu úr eftirfarandi:
Skipta milli hreyfimynda- og kyrrmyndastillingar.
Velja umhverfisstillingu.
Kveikja á ljósi í myndupptöku (aðeins í myndupptöku).
Velja flass-stillingu (aðeins fyrir myndatöku)
Kveikja á sjálfvirku myndatökunni (aðeins fyrir
myndatöku).
Kveikja á myndaröð (aðeins fyrir myndatöku).
Velja litatón.
Stilla ljósgjafann.
Opna Galleríið.
Þeir valkostir sem eru í boði fara eftir tökustillingunni og
þeim skjá sem þú ert í. Skipt er aftur í sjálfgefin gildi
stillinganna þegar myndavélinni er lokað.
Til að sérsníða tækjastiku myndavélarinnar velurðu
Valkostir
>
Stilla tækjastiku
.
Ýttu á skruntakkann til að gera tækjastikuna virka þegar hún
er falin.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má
nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja
flassið þegar mynd er tekin.
Hreyfimyndir teknar upp
1. Ef myndavélin er stillt á myndatöku velurðu
hreyfimyndatöku á tækjastikunni.
2. Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptökuna.